Kongens have - Hljómskálagarðurinn?

 

Ég hef undanfarna daga verið að spá.Ég var nefnilega í Kongens have í dag í 4. sinn á viku og það er dásamlegt enda veðrið búið að vera frábært hér í góðan tíma.  Það er alltaf svo mikið líf í Kongens have bæði sumar og vetur og maður fyllist orku og gleði í hjarta sínu svei mér þá. Mér finnst Hljómskálagarðurinn heima alveg hreint yndislegur líka og svæðið allt í kringum tjörnina..Eini munurinn á þessum görðum er sá að hér er hægt að liggja í sólbaði án þess að vera í lopapeysu..væri ekki tilvalið að fara að gera eitthvað við blessaðan Hljómskálagarðinn..setja upp flott kaffihús með gashiturum fyrir utan þar sem maður gæti ornað sér undir teppi sumar vetur vor og haust, drukkið kakó í góðra vina hópi. Það hefur stundum verið í umræðunni að gera eitthvað til að lífga upp á garðinn en ég veit ekki meir. Í Kongens have í dag komu til okkar tvær tíu ára stelpur sem höfðu stofnað djússölu og seldu rifsberjadjús á 2 krónur glasið..3 krónur ef keypt voru tvö..þetta var svaka díll að sjálfsögðu og frábært framtak hjá þeim.  Mér finnst raun synd hversu lítil aðstaða er í Hljómskálagarðinum eða við tjörnina..Ég er ekki að tala um brjálað markaðskraðak eins og td við Niagra fossana(skelfilegt)..en væri nóg að hafa kósý kaffihús..pylsuvagn...djússölukonur eða eitthvað huggulegt...

 hmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband