Kannski soldið þreytt mál..og þó?

Eitt af því besta við að búa hér í Köben er samgöngukerfið eins og allir vita. Það er hreint ótrúlega gott finnst mér enda nota ég stætó, metró og hjól að öllu jöfnu..Það er mjög þægilegt og óstressað að nota kerfið þar sem maður getur stólað á að þó svo maður rétt missi af strætó þá kemur annar von bráðar og það stenst, svona allavega yfirleitt. Eina skiptið sem ég hef pirrað mig á kerfinu hér er þegar kemur smá snjómugga..eiginlega bara svona hret og þá er allt samgöngukerfið í lamasessi..alltaf eins og danir séu að sjá snjó í fyrsta skipti í hvert skipti..eina sem virkar þá eru hjólastígarnir virðist vera og samkennarar mínir mættu sumir ekki í vinnu einn muggudaginn vegna óveðurs hmmm..hinum frækna íslendingi fannst það að sjálfsögðu hrikalega fyndið viðkomandi algjörir lúserar þann daginn.

 En svo við snúum okkur aftur að samgöngumálum þá hefur mér í gegnum tíðina legið ýmislegt á hjarta varðandi kerfið heima eins og svo mörgum. Mér finnst meiriháttar reyndar að farið sé að bjóða ákveðnum hópum í strætó heima til að auka nýtingu og gera kerfið vonandi virkt að lokum..það væri dásamlegt. Ég gafst upp á kerfinu heima í heimsókn þangað síðasta sumar. Ástæða þess að ég  gafst upp einn góðviðrismorgun var sú að ég ætlaði að taka strætó frá Rauðarárstíg sem síðan kom ekki...þannig að ég hljóp með óléttubumbuna á Hlemm til að taka annar strætó. Ég var ekki kunnug leiðunum enda sífellt verið að breyta og "bæta". Þá sá ég hvar einn af bílstjórunum sat inni í vagninum og var að lesa í bók. Ég bankaði pent á hurðina til að fá hann til að opna og segja mér hvar ákveðinn vagn stoppaði því ég nennti ekki að bíða í hálftíma í viðbót. Maðurinn leit upp og svo niður í bókina aftur og þá fauk í óléttu konuna á hormónaflippinu og ég sem sagt stóð öskureið, í rauðu kápunni berjandi strætó all fast þar til bílstjórinn opnaði. Ég sagði nú bara sem var að mér fyndist heldur dónalegt að skeyta engu um þessa kurteisu konu. Þá var mér svarað á ensku "I don´t understand". Tungumálakonan ég sá nú ekki vandamál í því þannig að ég spurði manninn að sjálfsögðu á ensku. Þá sagðist maðurinn ekki vita neitt um neitt..og þá var mér allri lokið og ég borgaði offjár fyrir leigubíl. Ég vona þú að strætó sé farinn að þjálfa sitt fólk aðeins betur í vegvísun sem er mikilvæg þjónusta fyrir notendur að mínu mati. Væri kannski ráð að setja leiðakerfið upp eins og spennandi skáldsögu svo það sé skemmtilegra aflestrar..

Ég geri væntanlega stikkprufu næst þegar ég kem heim á Frón og læt vita hvernig gengur.

Hmmmm 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband