Hvernig getum við horft upp á þetta?

Ég ætla ekki að láta eins og ég viti meira en ég veit en ég á rosalega erfitt með að horfa upp á hamfarirnar í Burma og sinnuleysi og hroka stjórnvalda þar. Eftir að hafa horft á myndir og lesið bækur um samsæriskynningar og valdataflið í heiminum þá finnst mér ótrúlegt að við höfum þurft að ráðast inn í Írak, til að "bjarga" valdníddu fólkinu þar..það dæmi allt saman hefur snúið upp á sig þannig að ekki sér fyrir endann á ósköpunum og þjáningunum...

Æ ég veit það ekki..er eitthvað hægt að gera í Burma án þess að skapa bara meiri ömurlegheit..Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að best sé að vinna mál innanfrá..þróunaraðstoð og uppbyggingu í þróunarlöndunum..hvað er hægt að gera í Burma...þegar ekki er hægt að koma hjálpinni inn?? Er eiginlega orðlaus yfir þessu bulli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Við skulum byrja á að taka til hér heima, svo getum við haft áhyggjur af öðrum.  Við erum hvort sem er ekkert að fara að bjarga neinu í Myanmar(Burma) eða Kína. En við gætum auðveldlega tryggt öllum þegnum Íslands sómasamlega afkomu. Meðan við gerum það ekki, þá er allt annað bölvuð hræsni.     

Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband