13.6.2008 | 08:43
MJÖG hægfara viðhorfsbreytingar
Þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart enda held ég að margir sem hafa innsýn inn í stöðu geðsjúkra á Íslandi muni ekki verða hissa yfir þessarri frétt. Ég hef alltaf undrað mig á því að fólki með ólíkar geðraskanir er hrúgað inn á sömu deildirnar. Veit að það hefur verið umræða í gangi í þjóðfélaginu um þessi mál á stundum, nú síðast þegar okkar ástsæli Árni Tryggvason steig fram og tjáði sig um reynslu sína af innlögn á deild 32c. Það er fremur vonlítið að manneskja, sem er lögð er inn á geðdeild vegna langvarandi þunglyndis og svefntruflana, jafni sig á sínum veikindum ef viðkomandi deilir herbergi með sjúklingi eða sjúklingum sem eru komnir styttra á veg í sínum bata eða þjást hreinlega af öðrum geðsjúkdómi. Þetta er eins og að leggja lungnasjúkling inn með hjartaskúklingi eða einhverjum lærbrotnum. Það þarf aðra faglega þekkingu og aðstæður fyrir mismunandi sjúkdóma og sjúklinga...það á líka við um geðsjúka.
Þegar ég var stálpaður unglingur og fór að spá í þessi mál, því þau eru mér nær, hélt ég að það væri bara tímaspursmál hvenær þessu innlagnasystemi geðsjúkra yrði breytt..nú eru komin nokkuð mörg ár síðan og mér finnst ég alltaf vera að heyra sömu sögurnar. Það er eins og það vanti langtíma hugsun í þá sem taka ákvarðanir um þessi mál....Er t.d betra að senda sjúkling heim sem er Næstum búin að ná sér...láta hann halda áfram að jafna sig heima...en taka svo á móti viðkomandi aftur eftir einhvern tíma vegna þess að planið gekk ekki upp... Um þetta eru mýmörg dæmi.
Ég held ekki að við heilbrigðisstarfsmenn sé að sakast enda yfirleitt algjörlega yndislegt fólk og faglegt sem vinnur við erfiðar aðstæður og niðurskurð endalaust. Það er ýmislegt mjög gott í gangi varðandi þróun en vöntun á fjármagni og lokun deilda..skapar óöryggi og stöðvar þróun finnst mér líklegt...
Þeir sem stjórna þessum málaflokki hljóta hafa ákveðna fordóma eða hræðast eitthvað sem þeir skilja ekki...allavega taka viðhorsbreytingar þeirra sem halda um budduna mjög mjög langan tíma...Það hlýtur að þurfa að hugsa heildrænt um þessi mál geðsjúkra og okkar allra því enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér..gæti verið þú sem þarft að ná þér af þunglyndi inni á stofu með 2 öðrum með anorexíu og oflæti....
Bestu kveðjur
„Fráleitt“ að öryggisverðir sitji yfir geðsjúkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.