Þetta er siðlaust...

Það er hreint með ólíkindum sá farsi sem er í gangi á Íslandi. Þetta heldur áfram og áfram og áfram. Nú síðast í fréttum í gær þar sem nýr bankastjóri ríkisbankans Kaupþings segir blákalt frá þeirri staðreynd að hann fái 1950 þúsund íslenskar krónur í laun á mánuði. Fyrr má nú rota en dauðrota segi ég bara...hvað hefur maðurinn við þetta að gera nú á þessum síðustu og verstu tímum..Ef hann sæi sóma sinn í að lækka þau einungis um milljón myndi hann geta bjargað t.d tveim stöðum í blessuðum bankanum og leyft fjölskyldufeðrum eða mæðrum að ganga inn í framtíðina með öruggari hætti.

og annað.... 

Mér finnst afar undarlegt að blessaðar kynsystur mínar sem tekið hafa við stjórnartaumunum í Glitni og Landsbanka skuli ekki gefa upp sín laun. Hvað er eiginlega málið...Nú er ekki tími til að vera í feluleik með þessa hluti..Við vitum um bullið sem búið er að vera í gangi hjá þessum blessuðu bankastjórum(sem mega skammast sín)...Elsku bestu bankastýrur, sjáið nú að ykkur..talið hreint út og ef þetta eru einhver ofurlaun..minnkið þá við ykkur..það sýnir hvaða hug þið berið til ykkar undirmanna...

Ég meina það...sá tími er liðinn að fólk slái um sig með ofurlaunum, snekkjum og nýuppgerðum húsum..."Við erum öll komin af sömu öpunum og úr sömu sköpunum á móður jörð"...Eins og Páll Óskar, vonandi verðandi forseti komst svo vel að orði:)

Njótið dagsins..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband